28.3.2009 | 19:40
Kúkur gagnrýnir skít fyrir að drulla á saur.
Þar sjá allir hvernig maður hljómar og lítur út við að varpa skít um allt í skólpmiðstöð og hrópa: "Drulla! Drulla!"
Sjónarhorn hans á flesta hluti ber vitni um það hvern mann hann hefur að geyma og hversu hrikalegar ógöngur muni bíða þjóðfélagsins komist sjálfstæðisflokkurinn nálægt valdastólum framar.
Ég vona svo sannarlega að sem flestir kjósendur sjallana í gegnum tíðina sjái nú að sér og gefi þeim sem vissu betur árum saman góðan tíma og svigrúm til þess að rétta þjóðarskútuna við og skipta um kúrs.
Kjarninn í fyrirsögninni minni, sem er með þeim betri sem ég hef fundið upp á er samt sá að Davíð er í því hlutverki að gera alla að "vonduköllum" og dragi fólk niður á sitt plan svo hann líti ekki út fyrir að vera verri en aðrir. Hann er ekki með svo öllu hjartalaus að honum sé sama um orðstý sinn - Það er bara of seint að bjarga honum. Með nútímafjölmiðlun mun sannleikurinn verða ofaná oftar en hitt. Þessi krossferð hans (eða haugsuguferð) er þó ekki alveg vonlaus því flokkskerfið, samtryggingin, spillingin og valdníðslan sem í því felst hefur gert það að verkum að flestir þeirra sem veljast til að stjórna eru hinir mestu ónytjungar því þeir eru spillitir sama hvaðan úr flokki þeir koma. Það er leitun að lítillátum, réttsýnum og hæverskum leiðtogum, og það er ekki einn einasti slíkur í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn. Ekki einn.
Víkingar með Samfylkingu | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það vantar ekki orðaforðann hjá þér...
en jarðarför er yfirleitt sorgleg, eigi maður sjálfur í hlut...hitt er svo annað mál hvort syrgjendur verði margir ??
TARA, 28.3.2009 kl. 20:02
Orðaforðinn já... manni er eiginlega orða vant að reyna að lýsa svona geðbilun, það er vandamálið. Þeir eru þarna hver í kapp við annan að glíma við hvern annan í einu og sama drullubaðinu og það eina sem þeir þurfa í raun að gera er að sannfæra þjóðina um að sjá ekki drullubaðið heldur einbeita sér að því hver er ofaná.
Ég gleymdi að nefna sérstaklega samlíkingu Davíðs a sjálfum sér og Jesú Kristi... sjáum nú til - Kristur stendur fyrir ákveðna hluti hjá trúuðum jafnt sem trúleysingjum (eins og mér) og það er alveg ólýsanlegur hroki af Davíð að setja sig á stall með frelsaranum. Fari maður út í trúmálin má frekar líkja honum við djöfulinn sjálfan sem miklaðist, freistaði manninum til að spilla sköpunarverkinu og kenndi svo öllu um nema sjálfum sér.
Ógeð.
Rúnar Þór Þórarinsson, 28.3.2009 kl. 20:10
haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:17
Ég er sammála um að það er ótrúlegur hroki að líkja sér við Jesú krist....hvort sem hann var Frelsarinn eður ei....en þú veist væntanlega að þarna er sjúkur maður á ferð og ég finn til með honum...
TARA, 28.3.2009 kl. 20:17
Haukur:Samfylkingin hefur margsinnis lýst yfir eftirsjá og iðrun yfir EINS árs stjórnarsetu. Framsóknarflokkurinn bókstaflega kviðristi sjálfan sig eftir langa og afskaplega vonda stjórnarsetu, setti nýtt innvols og er að baksa við að móta nýja stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn hreykir sér hinsvegar af sinni 17 ára valdníðslu- og spillingarstjórn og kennir öðrum um það sem miður fór. Ég held að Geir H. Haarde hafi beðið flokkinn einan afsökunar á einni yfirsjón. Það er afskaplega ósanngjarnt að bera saman áhrif Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Staðan er 1:17 í árum talið. Ekki þar með sagt að engu hafi veri klúðrað, en miðað við hlutfall sektar og sakleysis er skrifstofa umbóta og afsökunarbeiðna reknar með gríðarlegum halla hjá Sjálfslæðisfokknum.
Seðlabankinn, í heljargreipum sjálfstæðismanna, sá t.d. ekki ástæðu til að boða ráðherra bankamála á mikilvægan fund vegna stöðu bankanna, heldur krunkaði einungis með samflokksmönnum og Ingibjörgu sem þeir voru búnir að ná að lokka í drengskapartryggðasamband. Svo saka þeir hana um ótryggð meir að segja, á sama tíma og tryggð hennar var svo sterk við drengskaparheit stjórnarinnar að hún olli gríðarlegu tjóni (að undirlagi Sjálfslæðismanna). Og svo róta þeir upp moldiviðri í kringum það að Björgvin G. Sigurðsson hafi "ekki vitað neitt" og verið óhæfur - á sama tíma og forsætis- og fjármálaráðherrarnir og seðlabankinn og blinduð ISG héldu honum frá upplýsingum sem hann VARÐ að fá! Þau ættu öll að skammast sín, og ekki síst Ingibjörg fyrir að hafa treyst Sjálfstæðismönnum fram yfir sínum eigin mönnum með því að láta viðgangast - EF LYGALAUPURINN DAVÍÐ FER RÉTT MEÐ - að útiloka viðskiptaráðherra frá mikilvægum fundum um framtíð bankanna og umhverfi þeirra.
Rúnar Þór Þórarinsson, 28.3.2009 kl. 21:33
áhrif Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Staðan er 1:17 í árum talið.
Sumir gætu nú vel tekið upp á því að segja að það skuli vera merkilegt að það var allt í góðum gír þangað til að Samfylkingin kom við stjórn, það tók þá bara eitt ár að skella öllu á hausinn.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.4.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.