Talsvert pólitískt öryggi með rannsókn ríkissaksóknara

Það er áreiðanlega ekki að finna einn einasta snepil yfir munnleg samskipti á milli Guðlaugs og annarra sjálfstæðismanna og FL Group. Hvernig á það líka að vera hægt? Þokkalega öruggt útspil hjá Guðlaugi Þór.

 

Fjármálaeftirlitið ætti reyndar að gera þetta, en þar á bæ eru menn sennilega enn vanmáttugri en ríkissaksóknari vegna anna eftir hrunið.

 

Annars er þetta þannig að einhver prósent láta sér nægja yfirlýsingu Guðlaugs, einhverjir bíða eftir niðurstöðum sem koma eftir kosningar og enn aðrir mun ekki trúa því sem fram kemur (sem væntanlega verður að engin gögn finnist um spillingu) af ofangreindum orsökum.

 

Þegar allt kemur til alls veit fólk þetta bara innst inni og mun fara eftir því. Pólitíkusinn er örugglega sáttur við það, enda dyggir stuðningsmenn hans ólíklegir til að hafna honum án harðra sönnunargagna, og hann kemst hjá að láta fyrsta sætið eftir.


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

FLokkurinn er í djúpum skít. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:29

2 identicon

Ég sá eftirfarandi ummæli á netinu, skoðið og sannfærist um siðblindu Sjálfstæðisflokksins => Hér er ágæt innsýn í vinnubrögð Flokksins, tekið úr ævisögu Jóns Ólafssonar:

“....Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvörusjónvarsstöð árið 1995 var heimilsfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsstofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfingar í kringum kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr.
Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni. En sjálfur hafði hann átt samtal við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra flokksins tæpum áratug fyrr, eða þegar Bylgjan fór í loftið. Þá sagði Kjartan að hann reiknaði með að Flokkurinn myndi fá samskonar afslátt af auglýsingum og hann nyti hjá Morgunblaðinu. En Jóni var vel kunnugt, því hann var þá ritari Varðar, að flokkurinn fékk 100% afslátt í Mogganum. Hann svaraði Kjartani því til að það gæti hann ekki boðið, bara aað þeir fengju hæsta afslátt sem stöðin myndi yfirleitt veita. Jón segir að Kjartani hafi augljóslega mislíkað þetta svar, og að það hafi örugglega átt sinn þátt í því að menn í Valhöll vildu ekki með nokkru móti fallast á að hann yrði varaformaður Varðar ekki löngu síðar..:”

Einar Kárason - Jónsbók. Bls. 421-422

Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 02:21

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Aftur - Vitað mál um FLokkinn (góður punktur þarna Jóna).

Það einkennilega er að kjósendur SjálfstæðisFLokksins hafa alltaf þótt þetta frábært og meðtekið að spilling af þessu tagi væri EINA leiðin til að komast áfram í lífinu. Það hef ég úr fjölda samtala við sjálfstæðismenn á aldrinum 18 til 35 í gegnum tíðina. Þeim þykir þetta jafnan algerlega sjálfgefin speki og ekki athugaverð.

Og mikið óskaplega er það glatað. Reyndar hafa nokkrir áttað sig núna, og þeir fá þrjú prik á mann fyrir það. Batnandi mönnum er best að lifa.

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.4.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband