4.7.2009 | 15:12
Dauðarefsingavangaveltur
Ég var að spá í þessari setningu: Dauðarefsing fyrir framhjáhald.
Hversu mikil stýring ætli sé af dauðarefsingu? Hvað ef t.d. morði fylgdi engin refsing, en framhjáhald væri dauðasök. Skyldi fólk frekar myrða hvert annað og halda minna framhjá? Þetta er auðvitað tilgangslaus pæling nema frá rannsóknarsjónarhóli. Ég efast um að refsingar haldi fólki frá því að myrða hvert annað, frekar en yfirvofandi fangelsisvist haldi fólki frá því að neyta fíkniefna. Viðhorf vega mun þyngra, og í mínum huga stendur glíman um titilinn Sterkasti Fælingarmátturinn fremur á milli tilfinninga sem þróast hafa mjög sterkt í ákveðna átt eftir að fólk fór að búa í svona mikilli nærveru hvert fyrir annað, og viðhorfs sem er hugsanaferli en ekki tilfinning. Refsingar fyrir alvarlega glæpi eins og morð henta fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur og að hefna fyrir hönd þess sem var myrtur í fyrsta lagi, ef við gerum ráð fyrir því að réttlæti sé óháð því að þeir sem það þurfa séu lifandi eða dauðir, og í öðru lagi fyrir hönd þeirra sem misstu ástvin.
Niðurstaðan er sú að fælingarmáttur refsinga fyrir alvarlegustu glæpina hafi mjög lítil áhrif á tíðni þeirra. Ég mundi jafnvel ganga lengra og segja að dauðarefsingar fyrir morð hafi hvetjandi áhrif á morð, því að með því staðfestir samfélagið morð sem eðlilega refsingu fyrir það sem á hlut manns er gert.
Ég býð til rökræðna um málefnið á kostnað mbl.is
20 hengdir í fjöldaaftöku í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 60549
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.