Þetta stefnir í blóð.

Það bendir flest til þess að félagshyggjuríkisstjórn VG og Samfó takist ekki að lækna krabbamein nýfrjálshyggjuríkisstjórna Sjalla og Frammara sem nú hefur sýkt alla líkamshluta.

 

Sömu smitleiðirnar eru til staðar, upprunalegu meinvörpin eru enn til staðar, kallast bara nýjum nöfnum eins og framlungakrabbi í stað baklungakrabbi og þannig trix til að gabba ringlaðan sjúklinginn.

 

Hvaða formbreyting varð á þinginu? Kerfið er enn svo að það hvetur til þess að þingmenn setji sinn hag ævinlega framar þjóðarinnar. Þjóðin kemur sömuleiðis á eftir flokknum. Og kjósendum flokksins. Ég held reyndar að "heilög" Jóhanna sé hugsjónamanneskja af öðru tagi en sömuleiðis að hylurinn sé einfaldlega of djúpur til að hægt sé að gera nokkuð í honum. Svo er hún því miður alveg bundin í þessum gamla flokksfarvegi.

 

Eins og ég segi, þetta stefnir í annaðhvort blóð eða ævarandi aumingjaskap. Það kemur í ljós með haustinu. Svo ég haldi áfram með sjúkdómssamlíkinguna: Það besta sem þessi tiltekni sjúklingur getur gert sjálfum sér er að hengja sig og byrja upp á nýtt.


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Er þetta ekki einmitt það sem við viljum, Rúnar? Fara dómstólaleiðina. Nú höfnum við Æsseif samningnum, enda er hann ótækur, og látum dómstóla skera úr.

Þetta er kærkomið tækifæri til þess að láta skera úr um hvort og hve mikið okkur ber að greiða. Hingað til hafa Hollendingar og bretar (viljandi með litlum staf) ekki viljað fara með málið fyrir dómstóla og því hefur það ekki verið hægt. Nú ætla hollenzkir sparifjáreigendur, hverra hagsmuna hollenzk yfirvöld telja sig vera að gæta, að fara í mál og þar með opnast þessi möguleiki.

Nú þarf bara að gæta þess að Æsseif samkomulagið verði ekki samþykkt í þinginu svo þetta mál nái að fara alla leið.

Emil Örn Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sammála. Hef sagt það að þótt ég styðji þessa ríkisstjórn til flestra þeirra verka sem þeir hafa unnið að, þá þarf að fella þennan samning og ganga aftur að borðinu og fara DÓMSSTÓLALEIÐINA sem ríkisstjórn Geirs Horde hummaði fram af sér í von um ívilnanir frá Bretum og Hollendingum.

Seriously... hver utan ríkisstjórnarinnar hélt í ALVÖRU að þessar nýlendukúgaraþjóðir myndu sýna linkind við þjóð sem gefur eftir? Þeir ganga auðvitað bara á lagið.

Reyndar veit ég að það sem ÞÚ ert persónulega að vona er að fella megi stjórnina á þessu og koma þínum kúgurum að í ríkisstjórninni aftur, en það væri það vitlausasta sem hægt væri að gera. Frekar að gefa landið bara strax upp í Icesave.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.7.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég held, Rúnar, að við getum vel sameinast um að beita kröftum okkar til þess að þetta Æsseif-samkomulag verði aldrei að veruleika. Ég viðurkenni fúslega að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn og vildi gjarnan sá annað stjórnarmynstur. Það hryggir mig hins vegar að tortryggni þín sé slík að þú getir ekki skilið að ég er einlæglega á móti þessu samkomulagi sem slíku en ekki sem leið til að fella núverandi ríkisstjórn.

Reyndar er ég svo bjartsýnn og auðtrúa að ég held að allir menn séu í grunninn góðir og að öll hljótum við að eiga okkur sama markmið, sem er heilbrigt og gott samfélag, þó okkur greini á um leiðir. Ég viðurkenni þó að ég hef efasemdir um ákveðinn tryggingamatsmann og nokkra af foryztumönnum Samfylkingarinnar.

Emil Örn Kristjánsson, 9.7.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband