14.8.2009 | 12:36
Geri upp Borgaraflokkinn
Ef eitthvað er alveg 100% öruggt, þá er það það, að allt sem Birgitta Jónsdóttir kemur nálægt fer í rjúkandi rúst á mettíma. Vera hennar á listanum er eina ástæðan fyrir að ég kaus þau alls ekki, þótt ég hafi sannarlega vonað að þau myndu sem hópur ná að rísa upp yfir þetta klassíska rugl. Dauðadæmt. Því miður alveg hreint því þau voru ein sýnilegasta afleiðing merkilegustu hreyfingar á Íslandi síðustu 50 ár, þótt þau hafi hvert um sig verið peð í henni.
Þór og Margrét... eru þau lakari? Hef ekki hugmynd, ekki hljómar bréf Margrétar sérlega glæsilega skv. fréttinni. Hinsvegar er það sterka hlið Birgittu að beita fólki fyrir sig með áhrifamiklum hætti og ég væri ekki hissa á að þar lægi hundurinn grafinn. Það væri frábær eiginleiki hjá stjórnmálamanni ef það sem hún fengi fólk til að gera beindi því ekki alltaf þrjú skref nærri glötun.
Og trúið mér - Ég veit hvað ég er að tala um. Löng saga.
Varðandi Þráinn... tja, veit ekki. Hann virðist þó hafa munað hvað fólkið sem kaus hann á sínum tíma vildi varðandi ESB á meðan hin létu snúa sér eins og skopparakringlum af spunameisturum hinna flokkanna. Það er ein hliðin. Á hinn bóginn er hann alltof ósýnilegur og þögull. Ber hann harm sinn í hljóði? Eða er hann þögull vegna þess að hann er alveg ráðþrota? Eða hafi aldrei vitað hvað hann ætti að gera? Erfitt að vita.
Það kom í ljós að þessi hreyfing var dauðadæmd fyrir löngu vegna meinsins í henni, eins og ég vissi og sagði alltaf.
Nú er spurningin hvert meinið flytur sig, hvort nokkur vill taka við því eða hvort það nær að smita fleiri með loforðum um að vera til góðs, hafa bakland og kraft byltingarinnar með sér. Það getur líka verið að BH verði einhverskonar skel sem rúllar áfram í blindni. Þetta er jafn hlægilegt og þetta er sorglegt því eins og ég varaði við fyrir kosningar á heimasíðu fyrsta þingmanns RV suður, þá notar flokksvélin nú þetta hlægilega klúður þeirra til að sýna og sanna að búsáhaldabyltingin var... hvað sem þeim langar til að segja að hún hafi verið. T.d. klúður sem átti ekki rétt á sér. Sem er náttúrulega vitleysa.
Edit: Margrét - Mikið svakalega klúðrarðu þessu. Gerir svo illt verra á heimasíðunni.
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 60549
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.