Bók Styrmis verður forvitnileg

Bókin verður forvitnileg fyrir þær sakir að þarna fer einn af þeim sem var samtímis fánaberi og klappstýra hrunsins þótt ekki hafi það verið í þágu auðs heldur hugmyndafræði (svona eins og kommúnisminn). Get eiginlega ekki beðið eftir að sjá hversu vel hann á eftir að sviga framhjá ábyrgð sinni og sinna manna, hvaða efnistökum hann á eftir að bolabeita til að hvítmála sig og sína. Ég tek fram að ég býst ekki við neinni hreinskilni heldur pólitískum lágskotum fyrir horn.

 

Vinsælt er að  benda á eitthvað sem fólk telur andstæðu Sjallans og útmála það í andskotanum sjálfum, undirstrika sundurlyndi, efa, ótta og aðra neikvæða þætti sem finna má í fari fólks og beina hverjum einasta ljóskastara að því og gera ráð fyrir að andstæð gildi loði þá betur við xD. Hampa gildum sem hafa enga þýðingu í sjálfu sér eins og einingu og tryggð, sem eru auðvitað alveg hræðileg gildi ef einingin er um spillingu og tryggðin er við sjúka forystu. Það er áreiðanlega meginstílbragðið. Fjalla um forsetann, Baugsfeðga, fjölmiðlalögin (sem hefði bara gert lúðrasveit Moggans auðveldara fyrir í básúnublæstri græðgisvæðingarinnar), spilla hugtökum sem tengjast VG eins og raunsæi, samfélagsábyrgð og umhverfisvernd og kalla það bölsýni, kommúnisma og afturhald. Ég býst líka fastlega við að þeir sem stunda ekki hreintrúnað og foringjahollustu Sjálfstæðisflokksins fái sneiðina svo þeir eigi sér ekki uppreisnar von. Styrmir verður sennilega seinasti maðurinn til að koma manni á óvart með skrifum sínum en engu að síður: Ég óska mér hérmeð bókarinnar í jólagjöf ef einhver vildi vera svo vænn að hnupla henni af lagernum niðri í Valhöll eða LÍÚ og senda mér á hátíð ljóss og friðar. Ljósrit væri líka allt í lagi. Eins og Albert Guðmundsson sagði einu sinni við bróður minn undir fjögur augu: "Maður getur ekki verið góður ef enginn er vondur."


mbl.is Björgvin íhugaði tvisvar afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sjaldan hef ég orðið jafn hissa og að hlusta á Kastljósið á fimmtudaginn var. Styrmir kom mér 90% algerlega á óvart og það er alveg frábært.

Ég veit ekki hvernig honum gengur að þrífa af sér fortíð síðustu 35 ára, en ég verð að hrósa honum eindregið fyrir að mæla fyrir nýju Íslandi án Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar og flokkapólitíkur yfirleitt og öflugu lýðræðissamfélagi.Ég sé ekki hvernig þann boðskap má túlka eins og margir gera, gegn vinstri og með íhaldinu, því þetta er herör gegn því sem íhaldið er nákvæmlega búið að vera - Klíkuskapur, samráð og of mikil hagsmunaleg nálægð löggjafans, framkvæmdavaldsins og viðskiptalífsins.

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.11.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 60347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband