Örvænting stjórnmálamanns - Rispuð plata

Góðir Íslendingar

 

Björn Bjarnason og stjórnmálamenn gærdagsins forðast í lengstu lög að nefna meginkröfu mótmælenda til framtíðarskipunar lýðveldisins, og það er breiðfylking fólks á bakvið nýja stjórnarskrá og gjörbreytingu á kosningakerfi lýðveldisins.

 

LÁTIÐ EKKI BLEKKJAST - Þeir munu þyrla ryki í augu ykkar með því að halda áfram að þvæla og vísa ykkur inn í speglasal gömlu stjórnmálaflokkanna, en nú þarf fyrst að halda á spöðunum í mótmælum. Þessir gaurar geta ekki séð þetta fyrir sér - þetta er martröð flokkanna - Við þurfum þetta - Við viljum þetta - Við neyðumst til að gera þetta sjálf!

 

Góðir Íslendingar, skiljið flokkapólitíkina eftir í fortíðinni þar sem hún á heima, hundsið þessa rykföllnu gúrúa og myndið nýtt íslenskt lýðveldi. Þeir vilja það ekki og beita sama gamla fyrsta vopninu - Þeir minnast ekki á það.

 

Fjölmiðlafólk þarf að hafa bein í nefinu - Sjáið kauða guggna í samtali sínu við Geir H. Haarde þar sem hann ætlaði greinilega að fara að spyrja um þetta en rann síðan inn í gamla, kunnuglega spurningafarveginn... þetta gengur ekki.

 

Fyrir mitt  leyti er mér sk*tsama hver tekur við í núverandi kerfi. Það mun þetta alltaf leiða til samskonar spillingar því þannig er búið um hlutina. Því verður það að breytast.

 

Kynnið ykkur málið á Nýtt Lýðveldi.


mbl.is Upphaf á kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.

Það er kominn tími til að Íslendingar fái að kjósa fólk á þing, ekki flokka.

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ja, eða betra fólk í betri flokkum..

Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 60649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband