30.1.2009 | 09:05
Olræt - Eitt skref enn
Það er ekki verið að misstíga sig enn í þessu. Hænufetin stigin í gætni.
Nú er að sjá hver alvaran er með stjórnlagaþinginu, það ætti að kjósa á það strax fyrir eða eftir alþingiskosningar. Held að SJS hafi haft rétt fyrir sér að gera ekki hvorutveggja nákvæmlega í einu, en t.d. tveim mánuðum milli kosninga er nægur tími til ákvörðunar.
En ég dreifi athyglinni - Mér lýst ágætlega á Gylfa, það væri gott ef birtist á manninum úttekt. Hver er ferillinn?
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 21:53
36.000 or bust! Yes we can!
Ég bara VEIT að við komumst upp í 36.000 atvinnulausa einstaklinga! 10% er ekki neitt, það er einhver kommúnistasvartsýnistala, hér er ALVÖRU kapítal-hörmung í gangi.
Keyrum þetta kerfi fyrir björg og kennum VG og Samfylkingunni um. Sjáið að þeir eru að mynda nýja stjórn á örfáum dögum og Davíð Oddsson og félagar neyddust til að ákveða ekki að lækka stýrivexti og Þorgerður Katrín kenndi stjórnarkreppunni um. Þetta er hægt - Herma eftir Þorgerði og bara gera sig rangeyga(n) og horfa niður eftir nefinu á naflann, þaðan halda áfram niður klofið og upp rassinn, klífa útskitið bakið og þá getur maður óvænt komið aftan að sjálfum sér!
![]() |
18.000 á atvinnuleysisskránni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 18:13
Ítarlegri fréttaflutning takk (edit)
Sigmundur og félagar í Framsókn þurfa að láta kné fylgja kviði. Þeir voru fyrstir til að taka ákvörðun um að hreinsa almennilega til á dekkinu, spúla og fá nýtt lið sem VIRÐIST ekki vera þetta "sama gamla spillingarpakk".
Keyra á stjórnlagaþingið. Keyra á umbótum. Breytingar er það sem fólk vill í dag. Fortíðin er dauð, Íslendingar búa varla í sama landi og áður, eða öllu heldur, hið nýja braust skyndilega undan vetri Davíðs Oddssonar og lemmingasveitar hans.
Eiginlega bráðfyndin samlíking með lemmingana þótt ég segi sjálfur frá. Að þramma í blindni fram af hamrinum er einmitt leiðtogadýrkun sjallans í hnotskurn.
Edit: Þetta yfirlit Moggans á þeim orðum sem hann lét falla á alþingi í dag er yfirborðskennt miðað við þau orð sem Sigmundur lét falla. Yfirferðin var mun meiri og mjög jákvæð og ég hvet fólk til að hlusta t.d. á síðdegisfréttir á RÚV í dag, 29. janúar. Svona á að koma inn í pólitíkina!
![]() |
Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 17:58
Framsókn fær prik... héltégmyndialdreisegjaða
Olræt - Ef þetta var eitt af skilyrðunum fyrir að styðja þessa ríkisstjórn, þá er það bara frábært.
Etv. skynjar Sigmundur að okkur í landinu er skítsama um flokkana sem við eitt sinn studdum. Það sem við nú þurfum er ný stjórnarskrá og ný kosningalög. Ábyrg embættisskipunarstefna, efling réttlætisviðhorfa og lækning siðblindu á landsvísu.
Svei mér, ætli ég gefi Simma og co. ekki bara ÞRJÚ prik fyrir! Og svo Steina og Jóu og þeirra liði sitthvort fyrir að vera ekki með neina vitleysu. Kannski þau sjái dagrenninguna líka?
![]() |
Samþykkja stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 03:07
Repúblikanar ruglaðir
Ef þið væruð í Bandaríkjunum...
Hér er í alvörunni flokkur í landinu sem er með næstum 50% fylgi sem trúir því ENN að skattalækkanir á hátekjufólk sé eina leiðin til að rétta fjárhaginn af.
Allar hugsjónir og draumar þeirra, líkt og sjálfstæðismanna heima, hafa nánast gengið af þjóðinni dauðri, og samt eru stórir hópar kjósenda hér, líkt og heima nógu miklir hálfvitar til að trúa að þeir séu rétta liðið til að bjarga málunum.
Ég beini því til kjósenda sjálfstæðisflokks og framsóknar að við fyrirgefum þeim afglöp fortíðarinnar - ykkur er vorkunn því yfirhylmingin var MJÖG professional - en að því tilskildu að þeir bæti nú fyrir. Ég beini því til kjósenda hinna flokkanna að þvingan nú sína menn til að setja stjórnlagaþing á stofn og manna það stórum hópi sérfræðinga af Íslandi - okkar hæfasta fólki - og taka grunneiningar stjórnkerfisins í gegn. Ég vil hvetja almenning til að láta minnihlutastjórnina vita svo ekki verði um villst að við erum ekki að hvetja ríkisstjórnina til dáða af því að við viljum ÞAU endilega, heldur að við vitum að ÞAU eru eina fólkið sem mögulega mun standa fyrir gerð réttlátra kosningalaga, eðlilegrar stjórnarskrár, standa fyrir greinilegum aðskilnaði framkvæmda- löggjafar- og dómsvalds í eitt skipti fyrir öll og í gegnum það endurlífga þær hugsjónir sem ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar hafa afskræmt og nauðgað í gegnum árin.
Þá opnast fyrir möguleika á því að við veitum þeim áframhaldandi umboð að kosningum loknum, því engin verk stæðu þessum jafnfætis.
![]() |
819 milljarða framlag samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 11:27
FÓLKIÐ BYLTI STJÓRNINNI - FLOKKARNIR GERÐU EKKI NEITT!
Bla-bla-bla... mikið er mér sama! Ætlar þetta lið aldrei að læra? Halda þau að við sjáum ekki að verið er að reyna að endurskrifa söguna?
Það síðasta sem stjórnmálamenn munu minnast á er að FÓLKIÐ Í LANDINU BYLTI STJÓRNINNI. Það er ekki annað að sjá að þeir séu skelfingu lostnir yfir því - "Ó nei þetta gæti komið fyrir mig!"? Hér eru tvær heimskur sem kjarna þetta og ég næ varla upp í:
- Stjórnarandstaðan fyrrverandi - Er hún VIRKILEGA að reyna að eigna sér þetta?
- Stjórnarflokkarnir fyrrverandi - Er hún VIRKILEGA að reyna að kenna hvor öðrum um að hafa "hlaupist á brott" eða verið "ótrygglynd"?
Það er öllum ljóst að þingflokkarnir hafa nú tvo kosti:
- Að róa að því í sameiningu að breiða yfir það hverjir ráða í raun - fyrir hverja þeir vinna - Fólkið! Þessi kostur leiðir til glötunar.
- Að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að þegar þeim var velt úr sessi öllum saman og taka því opnum örmum og af gleði að hér búi kraftmikil þjóð sem lætur ekki bjóða sér þessa vitleysu lengur.
Sá söfnuður (ég segi ekki "flokkur" til að mikla ekki þá sem til einskis hafa unnið enn í baráttunni) sem gengur fram með það að markmiði að umbylta stjórnarfari hér, aðskilja framkvæmdavald og löggjafarþing, aðlaga stjórnarskrána að Íslandi og íslenskum veruleika o.s.fr.v. - Þetta hefur verið sagt milljón sinnum - Sá söfnuður mun skráður á spjöld sögunnar og eiga fylgi og þökk þjóðarinnar.
Hér þarf að GERA UPP en ekki snúa til baka í flokkapólitíkurkjaftæðið - VIÐ HÖFUM FENGIÐ NÓG AF ÞVÍ - Og linni því ekki munum við troða því ofan í kokið á ykkur öllum saman!
Ég vona einlæglega að alþingi hafi lært lexíuna sína, hætti bæði að reyna að eigna sér heiðurinn að hafa bylt sjálfu sér og að kenna einhverju um sem hafði ekkert með það að gera. Sýnið smá auðmýkt og vilja til að breytast og leggist á árarnar með borgurunum til að varða veg framtíðarinnar!
![]() |
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 02:48
Þessvegna þurftu þeir að lána sjálfum sér 280 milljarða kr?
Reality check - Hálfu ári eftir að Kaupþing þverneitaði mér um 900.000 króna lán í íslenskum krónum til að klára húsaviðgerðir gegn veði í húsinu sem nam aðeins 58% lána þeir innanbúðarmanni sem er að tapa sem nemur þeirri upphæð tíundu hverja mínútu 280 milljarða króna út á veð sem hafa hrunið í verði mánuðum saman.
Og greiða inn á reikninga hans í skattaparadís.
Skjóta því undan.
Og hverjir leggja féð til? - Íslendingar með framseldum kvóta, gjaldþroti sjávarútvegsins, leikaraskap með gengið á kostnað þjóðarinnar, lífeyrissjóðasvindli o.s.fr.v.
Er Sigurður algerlega blindur? Er enginn með lagalegt skotleyfi á þennan mann og rindilinn sem er með honum þarna á myndinni?
Þeir unnu undir vernd þáverandi stjórnarflokks, seðalbankans og FME - Sjáum hvernig þeim reiðir af nú þegar nýtt fólk tekur við og tugþúsundir íslendinga hafa glatað öllu til að gera þá ríka og geta EKKI BEÐIÐ eftir að ná í hnakkadrambið á þeim og brenna af þeim hnakkaspikið.
![]() |
Atlaga felldi íslenska kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 17:12
Hljómar óþægilega líkt því sem forverarnir möluðu í sífellu
Því miður þá minna fyrstu orð Obama og félaga í garð Írana óþægilega mikið á froðusnakkið sem Bush var með og allir leiðtogar þar á undan.
Það sem Bandaríkjamenn þurfa að gera er að horfast í augu við sinn þátt í að búa til hryðjuverk og stofna til þess haturs sem ríkir í þeirra garð í Íran með því að orsaka þar byltingu á sjötta áratugnum, velta lýðræðislega kjörnum fulltrúa úr sæti og halda einræðisherra við völd í tvo áratugi og kosta hundruðir þúsunda lífið.
Ef þeir hafa áhuga á að leysa þetta þurfa þeir að biðjast afsökunar fyrir hönd þeirra sem stýrðu landinu fyrir 50 árum. Annars gerist ekkert.
Formið minnir ótrúlega sterkt á aðstæður í ákveðnu norrænu landi þar sem menn gátu ekki beðist afsökunar og gengist við afglöpum og var steypt af stóli. Fólk getur ekki horft til framtíðar án þess að gera upp fortíðina.
![]() |
Clinton: Íranar standa frammi fyrir vali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 13:44
Ólafur tekur sig vel út
![]() |
Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 05:47
Hann er galdramaður!
![]() |
Ók á kirkjuþak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
runarogmaria
-
toti1940
-
trassinn
-
thoragudmanns
-
disdis
-
jenfo
-
hlynurh
-
eirag
-
lehamzdr
-
sibba
-
hlini
-
kreppan
-
maggib
-
dofri
-
omarragnarsson
-
haukurn
-
larahanna
-
gmaria
-
susannasvava
-
godaholl
-
skodun
-
thoragud
-
gussi
-
robertb
-
nanna
-
bjarnihardar
-
killjoker
-
skarfur
-
jonb
-
jonhalldor
-
joik7
-
brylli
-
gullvagninn
-
manisvans
-
gullib58
-
holmdish
-
haugur
-
dadihrafnkelsson
-
gorgeir
-
einaroddur
-
ninaos
-
raggiraf
-
hlf
-
svartur
-
joihallgrimss
-
hoskars
-
haddih
-
brell
-
juliusbearsson
-
jgfreemaninternational
-
maeglika
-
olii
-
sumri
-
thj41
-
graenaloppan
-
vilhjalmurarnason
-
kikka
-
gummi-p
-
kvistur
-
rosalinda
-
siggi-hrellir
-
gudborg
-
smg
-
redaxe
-
snjolfur
-
reykur
-
birgitta
-
gattin
-
doggpals
-
emilkr
-
tungirtankar
-
ea
-
gretarogoskar
-
hreinn23
-
gbo
-
halldojo
-
veravakandi
-
hildurhelgas
-
drum
-
daliaa
-
fun
-
jas
-
jonfinnbogason
-
jhe
-
krilli
-
grjonaldo
-
snorrima
-
sveinnhj
-
tara
-
vallidjofull
-
oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar