Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2009 | 16:35
Ljúkið þessu nú af!
Exista átti í Kaupþingi sem Bakkavör átti í sem átti Exista sem átti í Bakkavör og Ágúst og Lýður áttu Bakkavör sem átti Ágúst sem Lýður seldi til Exista sem seldi Kaupþing til Bakkaxta og Lýður og Ágúst líður illa Kaupþing kvóti eignatengsl hringamyndun bókhaldssvik hvítflibbaglæpamenn þjófnaður sami hálfvitagangur og Exista og hjól atvinnulífsins.
Það er tímabært að hætta þessari vitleysu, fara á hvínandi hausinn og byrja upp á nýtt með eitthvert smá viðskiptasiðferði að leiðarljósi. Megi þessir kennitölujólasveinar verða úti á Esjunni og koma nýir og betri menn.
![]() |
Bakkabræður taka yfir Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 21:20
Aðrar 150 milljónir í illa undirbúið mál?
![]() |
Ég er hreinlega gáttaður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 21:15
Fáránlegt að skrá fólk sjálfkrafa í trúfélag
Það er ekki eins og trú sé fólki mikilvæg fyrr en í fyrsta lagi þegar fólk er farið að geta ákveðið fyrir sjálf sig í fyrsta lagi, og í öðru lagi ef fólk er þannig gert að vera trúað.
![]() |
Hver stýrir trúnni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2008 | 00:12
Viðbjóður...
"Forsætisráðuneytið átaldi að samtökin hefðu farið með frumvarpið í fjölmiðla án samþykkis eða samráðs við ráðuneytið."
...OK, þetta er síðasta hálmstráið. Að hann skuli DIRFAST að átelja Breiðavíkursamtökin fyrir að kynna þjóðinni með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggist bæta fórnarlömbum opinberra illvirkja skaðann sem þjóðin sjálf ber ábyrgð á! Forsætisráðherrann og ráðuneyti hans er alveg úr snertingu við veruleikann. En hverjum kemur það svosem á óvart. Ætlar enginn að að taka á sig þá byrði að refsa þessu fólki?
Þessi yfirlýsing forsætisráðuneytisins er einfaldlega viðbjóður og lýsir því hvernig fólk situr við stjórnvölinn.
![]() |
Bótafjárhæðin vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 14:12
Hverjum er ekki sama um yfirlýsingu Björgúlfs?
Hvað er verið að prenta þetta sorp? Mikið djöfulli er mér sama hvað Björgúlfur er að pípa í DV. Þetta er hlálegt - Eins og að horfa á sitthvorn skítakleprann í ræsinu að rífast um það hver hafi tapað meira á syndaflóðinu.
![]() |
Björgólfur: Fjarstæða en kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 13:59
Önnur hentifyrirsögn hjá Mogganum
Ingibjörg sagði mjög skýrt, eins og kom fram í morgunfréttunum, að hátekjuskattur kæmi vel til greina. Þótt hann skilaði litlu í ríkissjóð. Mogginn, og misvitrir bloggarar einbeita sér að því að hún hafi sagt að hinn fyrst og fremst táknræni hátekjuskattur skilaði litlu í ríkissjóð og kæmi þó til greina.
Sé það staðreynd að hann skili litlu og sé táknrænn þá er það bara svoleiðis. Segjum að hann sé örfá prósent af innheimtum tekjuskatti, þá er það bara þannig.
Annars er það sem er fáránlegt að Ingibjörg skuli þurfa að láta hafa þetta eftir sér. Það er svo augljóst að þeir sem vilja eyðileggja fyrir henni geta snúið þetta úr samhengi.
Eða kannski er það einmitt ætlunin - Eina leiðin fyrir hana og helvítis ríkisstjórnina er að búa til glundroða í umræðu almennings. Mogginnn liggur ekki á liði sínu við það.
Að gefa Hannesi Hólmseini Gissurarsyni ókeypis auglýsingastæði á forsíðu mbl.is til að beita sér öfgavæng tótemsleikja og aftaníossa Davíðs Oddssonar til að róta yfir hryðjuverk Geirs H. Haarde og fjármálaráðherrafíflsins sem við erum með, er auðvitað fáránlegt
![]() |
Hátekjuskattur bara táknrænn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2008 | 21:36
V for Vendetta
"V for Vendetta" er mynd með öflugan boðskap.
Hér er ákall til yfirvalda - Hvernig væri að átta sig á honum áður en það er orðið of seint? Það er víst nóg af vel menntuðu fólki heima sem getur hjálpað ykkur að skilja hana. Svei mér þá ef grunnskólakrakkar átta sig ekki á henni.
Ég óska mótmælendum velgengni í að halda uppi réttlæti og hvet þá til að beita þeim meðulum sem þurfa þykir. Ég vona að það þurfi ekki að leiða til þess að ranglæti sé beitt til að ná fram réttlæti, en hætt er við að sú stund nálgist.
![]() |
Allir mótmælendurnir lausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2008 | 14:09
Rúnni Júl auðgaði tilveru mína - Kveðja
Maður er gríðarlega feginn að hafa kynnst Rúnna Júl og fjölskyldu hans. Fyrir utan sorgina sem ég finn til við að heyra þessi tíðindi, fylgir feginleikur þar fast á eftir - Það munaði svo litlu að ég missti af því að hitta mann sem hagaði lífi sínu nákvæmlega eins og hvern tónlistarmann dreymir um. Og jafnvel gott betur.
Það var fyrir aðeins tveimur árum sem ég hafði samband við nafna minn með því að senda honum geisladisk með þungarokkssveitinni Trassar sem ég stofnaði á unglingsárum með vini mínum Birni Þór. Við höfðum þá nýlega endurreist hávaðavélina með nýjum mannskap og unnið í um ár að plötunni þegar við létum á það reyna að hafa samband við Rúnni Júl. Hann svaraði því til nánast umsvifalaust að gefa okkur út og það varð úr, við gerðum samning, masteruðum plötuna í stúdíóinu hjá honum og hann sá um kostnað við prentun og dreyfingu.
En framangreint er aðeins umgjörðin. Þú þurftir að þekkja manninn, tala við hann, spjalla um rokkið, söguna og rétt og rangt í bransanum til að geta mögulega skilið hvers virði Rúnni Júl var fyrir tónlistina á íslandi. Það var meiri sál í honum en flestum öðrum samanlagt. Maður í jafnvægi, fullur ánægju, og stolti yfir því hvernig hann hagaði lífinu, viðskiptunum og tengslum við sitt fólk. Hann var maður sem gerði fólk eins og okkur einbeitta í að selja nægilega mikið af plötunni því við vildum ekki bregðast honum. Því okkur þótti einfaldlega vænt um hann. Flóknara er það ekki.
Við þekktumst ekki lengi en honum tókst að auðga tilveruna hjá mér, styrkja trú mína á því að tilvera eins góðs manns sé nóg til að afsaka tilveru alls annars.
Lýsandi dæmi um það hversu mikill rokkari karlinn var, þá rifja ég það upp þegar við Bjössi Trassi hitti Rúnna Júl um daginn - Mann sem hafði lagt hundruðir þúsunda, tíma og vinnu í að gefa út plötu sem hann græddi ekkert á sem slíkri, þungarokksplötu en það var tónlistarstefna sem hann hlustaði ekki neitt sérlega á, með hljómsveitarmeðlimum á milli 35 og 43 ára sem eru í þessu meira af innri þörf en að græða á þessu - Hvað haldiði að hafi verið það fyrsta sem Rúnni Júl segir? "Hvernig er það strákar, voruð þið ekki með helling af lögum? Við verðum að drífa í að gefa út aðra plötu!"
Þvílíkur endemis úrvals maður! Heill og hlýr til endaloka.
Um leið og ég samhryggist Maríu og fjölskyldu hans, þá vil ég senda þeim hlýjustu uppörvunarkveðjur og vona að þau leyfi sér sem fyrst að gleðjast yfir góðu lífi sem nú er liðið.
![]() |
Rúnar Júlíusson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 22:33
Mesti svikari síðari tíma?
Það hefur fáum Íslendingum orðið jafn ágengt við að grafa undan þjóðinni og Davíð Oddssyni. Hann verður settur á bekk með mestu svikurum við þjóðina síðan á Sturlungaöld. Og hversvegna?
Vegna þess að hann hampar ósannsögli, blekkingum, níðingshætti, hroka, fyrirlitningu, óumburðarlyndi, fyrirhyggjuleysi, græðgi, óréttsýni og spillingu eins og þeir væru kostir. Hann er ekki einn á báti, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór Ásgrímsson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Árni Mathisen og fleiri leppar nýfrjálshyggjunnar standa með honum í bátnum. Það er eitt að keyra þjóðina í gjaldþrot, sem er reyndar það sem hann hefur gert með aðstoð áðurnefndra, en það er annað að búa til þær aðstæður sem leyfa þær með því að vera fyrirmynd þessarra galla.
T.d. ef siðlaus maður er í sviðsljósinu og er studdur áfram til starfa af "sínu flokksfólki" (sem mun missa vinnuna ef það mótmælir) er siðlaus, þá mun hann það útbreiða siðleysi. Fræg er samlíkingin á því þegar Davíð Oddsson var hafður að spotti í Spaugstofunni fyrir að vera agndofa yfir því hvernig Frankensteininn hans lét ekki að stjórn. Auðvitað er langt síðan sá hluti af Davíð sem einhverntíman var dygðugur sá í hverskonar skrímsli hann hafði breyst. Þá brást honum hinsvegar bogalistin og í stað þess að breyta sjálfum sér er hann sokkinn í afneitun.
Davíð hætti aldrei í stjórnmálum. Hann losaði sig bara við ábyrgðina sem fylgir því að vera kosinn og lét eftirreiðarpiltana, sem er kosnir trekk í trekk af þrælum sjálfstæðisflokksins, tilnefna sig í eina af fjölmörgum bónus-stöðum sem til eru fyrir afdankaða stjórnmálaplebba.
Fyrst Davíð sér ekki að sér, snýr við blaðinu og kemur hreint fram, þá munum við sem eftir erum sjá um að komandi kynslóðir viti hversu spilltur hann varð. Hann er dæmi um fólk eins og það hefur gerst verst á þessu landi frá upphafi vega. Hann ber ásamt nokkrum öðrum ábyrgð á eymd komandi áratuga og gjaldþroti heillar kynslóðar.
Davíð - Ég lofa því hér með að gera mitt til að það muni aldrei gleymast sem þú og föruneyti þitt hefur gert okkur. Aldrei.
![]() |
Davíð ber fyrir sig bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2008 | 21:54
Að rétta úr kútnum
Ef til vill nær þetta fólk að rétta úr kútnum. Stundum er það eina sem þarf reglulega góður möguleiki á því, og hér fær það stærsta bitann upp í hendurnar. Nú er bara að hætta ástarsambandinu við flöskuna og þá er framtíðin bjartari.
Ég vona að þetta verði til svo góðs að þetta verði opinber stefna. Ég vil heldur sjá samfélagið eyða dálitlum skildingi í að koma þessu fólki á þennan hátt til hjálpar en að eyða pening í að læsa það inni fyrir afbrot og sleppa þeim svo út aftur til að halda þeim áfram.
Þau eiga klárlega erfitt og etv. er þetta hvatningin sem þau þurfa. Jafnvel þótt aðeins hluta þeirra takist að rétta úr kútnum á alls ekki að dæma heildina.
Þekki engan á götunni en finn til með þessu fólki. Vona það besta.
![]() |
Slegist um smáhýsi götufólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
runarogmaria
-
toti1940
-
trassinn
-
thoragudmanns
-
disdis
-
jenfo
-
hlynurh
-
eirag
-
lehamzdr
-
sibba
-
hlini
-
kreppan
-
maggib
-
dofri
-
omarragnarsson
-
haukurn
-
larahanna
-
gmaria
-
susannasvava
-
godaholl
-
skodun
-
thoragud
-
gussi
-
robertb
-
nanna
-
bjarnihardar
-
killjoker
-
skarfur
-
jonb
-
jonhalldor
-
joik7
-
brylli
-
gullvagninn
-
manisvans
-
gullib58
-
holmdish
-
haugur
-
dadihrafnkelsson
-
gorgeir
-
einaroddur
-
ninaos
-
raggiraf
-
hlf
-
svartur
-
joihallgrimss
-
hoskars
-
haddih
-
brell
-
juliusbearsson
-
jgfreemaninternational
-
maeglika
-
olii
-
sumri
-
thj41
-
graenaloppan
-
vilhjalmurarnason
-
kikka
-
gummi-p
-
kvistur
-
rosalinda
-
siggi-hrellir
-
gudborg
-
smg
-
redaxe
-
snjolfur
-
reykur
-
birgitta
-
gattin
-
doggpals
-
emilkr
-
tungirtankar
-
ea
-
gretarogoskar
-
hreinn23
-
gbo
-
halldojo
-
veravakandi
-
hildurhelgas
-
drum
-
daliaa
-
fun
-
jas
-
jonfinnbogason
-
jhe
-
krilli
-
grjonaldo
-
snorrima
-
sveinnhj
-
tara
-
vallidjofull
-
oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar