Færsluflokkur: Bloggar

Smá húmor takk!

OK, þetta er kannski ekki sérlega skemmtileg tilhugsun, en engu að síður þá er þetta nógu fyndið skilti til þess að eiga að standa. Hvað er það versta sem gerist? Ferðamenn eyða peningum eins og brjálæðingar í kaup á íslenskri vöru.

Hverjum er í alvörunni, eftir smá umhugsun, ekki sama um að nýta sér hinn augljósa sannleika - Að það að versla á Íslandi er nú VERULEGA ódýrt fyrir útlendinga. Frekar en að setja höft á innstreymi fjármagns eins og svínin í seðlabankanum gerðu til að skríða fyrir IMF (vilja þeir setja innlend fyrirtæki á hausinn svo erlendir aðilar geti keypt þau á slikk?) .

Allavega, þetta er fyndið og skiltið ætti alveg pottþétt að standa og það sem meira er - vera nýtt til þess að draga ferðamenn til landsins! Það er ekki lengur hægt að kvarta yfir því að bjórinn sé dýr fyrir útlendinga.


mbl.is Auglýsingaspjöld tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi er nauðsynlegt

Ofbeldi leysir ekki vandann eitt og sér. En það sem orðið er ljóst er að ef engin hætta er á blóðsúthellingum, þá munu ráðamenn halda áfram að samtryggja sig og hvergi hnika í stefnu sinni og aldrei nokkurntíman skammast sín eða taka ábyrgð á neinu. Þeir eru atvinnumenn í að sitja undir ræðum manna og taka ekkert mark á þeim, sjáið hvað þeir gerðu við varnaðarorð hagfræðinga og VG á undanförnum árum.

Þessir menn hafa engu að tapa persónulega, eru allir á þurru með ofurlaun og engar skuldir. Þeir skilja ekki fólk, hlusta ekki á það.

Ég stórefast um að þeir hlusti á nokkuð annað en hótanir um ofbeldi. Traust þeirra á siðaða framkomu og þrælslund og einkavinavædda kjósendur sinna er það sem heldur þeim í valdastólnum. Þeir hlusta kannski á fólk þegar höfuð taka að rúlla. Þá er ég ekki að tala um þeirra hausa, heldur allt eins píslarvætti úr röðum mótmælenda. Ætli þeim væri sætt eftir það? Reyndar gæti það verið. Ekki virðist sjálfsmorðshrina skuldsettra fjölskyldufeðra fá á Geir Haarde. Hann sekkur bara dýpra í afneitun.

Þetta eru dálítið kuldalegar pælingar, en samt ekki alveg út í hött...


mbl.is „Við viljum bara réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útdeilum orðunum að stríðinu loknu

Herði Torfasyni hefur tekist um hverja helgi hingað til að sameina róttæka og hófssama mótmælendur. Það er honum til hróss, og sömuleiðis þeim sem að þessu starfa með honum - Hann situr varla einn undir stýri.

Það er afrek að beina mörgum röddum í einn farveg er þrekvirki á þessum tímum óvissu og erfiðleika þegar stórar og harðar tilfinningar berjast um inni í mönnum. Það krefst ákveðinnar tækni og þess að þekkja meðalveginn.

Hættan er hinsvegar sú að ef upp úr sýður þá kenni yfirvöld sameiningartákninu um það sem úrskeiðis fer. Tökum öfgarnar sem dæmi og segjum sem svo að einhver mótmælandinn muni gera sér lítið fyrir og myrða seðlabankastjórann eða forsætisráðherrann að loknum einhverjum mótmælafundinum. Skyldi Herði og félögum verða kennt um það og leitað með smásjá að einhverjum orðum sem þeir létu falla sem binda þá við verknaðinn? Alveg áreiðanlega. Ætli hann myndi álasa sjálfum sér? Það er frekar líklegt að hann tæki það til sín enda virðist hann þannig gerður.

En skyldi þá vera litið yfir það hvað ráðherrann eða bankastjórinn sagði og gerði til að ávinna sér þessi örlög eða hvaða aðstæður hröktu manninn til þessa örvæntingaráðs? Alveg áreiðanlega ekki. Ætli samstarfsmenn fórnarlambanna myndu ásaka sjálfa sig? Alveg örugglega ekki, enda eru þeir ekki þannig gerðir. Ekkert er þeim að kenna.

Við skulum fara varlega í að hampa einum manni mjög mikið áður en slagurinn er allur unninn þótt hann eigi það fyllilega skilið. Það er auðveldara að að fella stærsta tréð en allan skóginn.


mbl.is Hörður óvenjuleg byltingarhetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úttekt á IMF tilbúin

Þessi úttekt er löngu tilbúin! Allavega að hluta til en hún hefur verið gefin út sem kvikmynd sem kallast Zeitgeist: Addendum. Horfið á hana til að fræðast um það hvaðan peningarnir sem IMF eru að veita okkur að láni koma og hvað lánið getur haft í för með sér fyrir Ísland.

 

RÚV ber skylda til að sýna þessa mynd, enda eru háværar umræður í þjóðfélaginu um þetta yfirvofandi lán frá IMF. Zeitgeist Addendum vann til verðlauna á Artivist kvikmyndahátíðinni í Hollywood 2008 eins og reyndar fyrirrennari hennar árið áður og það eitt hefur oft þótt ágætis ástæða til birtingar. Reyndar hafa áhugamenn um efnahagsmál á Íslandi verið að vinna í því, en RÚV - sennilega þ.s. yfirmenn þeirra eru í ríkisstjórn landsins -  virðast ekki þora að sýna hana. Þeir hafa þó sagst munu sýna hana "ef hún er ókeypis".

 

Það hefur eigandinn reyndar gengist inn á núna - sjáið  umfjöllun um þetta á Facebook: "Áskorun til RÚV um að sýna Zeitgeist Addendum. Sjáið einnig hér hversu kerfið, mbl.is þar meðtalið, reynir að kæfa málfrelsið með því að loka á bloggara sem skrifaði um Zeitgeist en hefur sem betur fer opnað hann aftur, reyndar með efninu felldu brott.

Hann var sakaður um óviðeigandi tengingu við frétt, og ætli ég verði það ekki líka þrátt fyrir að tengja við það að fara eigi fram úttekt á áhrifum skuldbindinga vegna IMF... sjáum til.

Ég endurtek - Horfið á Zeitgeist! Hún fjallar um tilurð peninga, eðli vaxta og verðbólgu. Eftir að hafa talað við fjölda fólks virðist mér enginn hafa nokkra hugmynd um hvernig þessu er farið í raunveruleikanum.


mbl.is Fara fram á úttekt á áhrifum skuldbindinga vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymd þína má nota

Geir Haarde er lokaður og ráðvilltur atvinnulygari. Dagljóst. Enn á þó eftir að koma í veg fyrir hvrnig hann tekur því að "Orðstýr deyr aldregi"... hann og föruneyti hans verður minnst um aldur og ævi fyrir að hafa rúið þjóðina inn að skinni - Eyðilagt framtíð a.m.k. tveggja kynslóða ungs fólks.

Fólk veit vel að hans eina markmið, og annarra sem við stjórnvölinn sitja og hafa setið undanfarin 10 ár er að skara eld að sér og sínum eiginhagsmunaklíkum. Íslendingur: Honum er skítsama um þig og þína. Eina markmið þeirra er að sitja við völd, rétt eins og eina markmið bankanna er að græða á viðskiptavinunum. Ef eitthvað hefur sýnt sig skýrt á síðustu árum þá er það þetta.

Maðurinn lítur á þjóðina sem peningabauk fyrir flokkinn, rétt eins og útrásarvíkingarnir litu á bankana og sparnað fólks sem sandkassadót. Ég yrði ekki hissa þótt þeir yrðu hengdir eða skotnir einhvern næstu laugardaga á Austurvelli, svona í tilefni jólanna. Yrði eiginlega helst hissa á því að til væru nægilega margir íslendingar sem hefðu þor í að framkvæma samstillta hefndaraðgerð. Landinn er meira fyrir það að láta vaða yfir sig og gera ekkert nema að rífast svolítið og bíða eftir að gleyma vondu fregnunum.

Að slá þessa menn af myndi etv. ekki leysa vandann eitt og sér, en ef einhverjir hafa átt það skilið fyrir siðblindu og svik við þjóðina, þá eru það Davíð Oddsson og hinir Seðlabankastjórarnir, Geir Haarde, Árni Matt, Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson, Finnur Ingólfs, ALLIR sem stýrðu Kaupþingi, Glitni, Landsbankanum, FL Group, Baugi, Exista o.s.fr.v. - þið vitið hvaða pakk ég á við - yfirmenn FME og nokkrir tugir til viðbótar (en til þess að hægt væri að svæla þá út þyrfti t.d. að lyfta bankaleyndinni). Samfylkinguna á svo að rasskella svo hún ranki við sér og stofni til kosninga í vor. Þar sem ég var að lesa blogg Björns Bjarnasonar um helgina vil ég í tilefni þess sérstaklega mælast til þess að hann verði kjöldreginn í einhver ár. Hvernig fólki dettur í hug að kjósa þann veruleikafirrta lygahund til embættis er alveg gersamlega óskiljanlegt. Að hann skuli ekki gera sér grein fyrir að hann er að berjast fyrir dauða hugmyndafræði. Þau tvö hugmyndafræðmódel sem ríktu yfir jörðinni á 20. öldinni eru bæði liðin lík. Björn er einn þeirra sem blása lífi í eigið lík. Sálin er hinsvegar löngu farin.

Málið er að í upplausnar og eymdarástandi eins og er og verður á Íslandi næstu árin myndast bestu aðstæðurnar til spillingar. Ekki nema vona að Geir og Ingibjörg vilji ekki tilkynna að gengið verði til kosninga - Auðvitað mun þeirra tími þá liðinn - En ekki aðeins það, heldur á næstunni gefst besta tækifærið til að stinga undan og láta undan siðleysi og spillingu og græða feitt á því.

En aftur að Moggagreininni sem ég er að leggja út af - Um leið og Geir H. Haarde og sjálfstæðisflokkurinn fallast á að taka upp nýja mynt eða ganga í ESB, þá er eins gott að grafast fyrir um raunverulegar ástæður þess að þeir skiptu um skoðun. Það mun aðeins verða í þeim tilgangi að moka undir sitt fólk. Hvort það er gott eða slæmt fyrir þjóðina er og mun alltaf verða algert aukaatriði fyrir þessum mannhundum (ég bið hunda afsökunar á samlíkingunni).

<--- Rosalega reiður!


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægrisleikjuháttur Morgunblaðsins snýr aftur

Geta Moggamenn ekki druslast til að velja eðlilegar fyrirsagnir? 

Af öllu því efni sem fyrrverandi (og að hluta til núverandi) málgagn Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde og spillingarbræðra þeirra í ríkisstjórninni geta valið sem fyrirsögn þessarar fréttar, þá velja þeir: "Kosningar eru hættuspil". Þetta er ódýr sjálfstæðisflokksdýrkun hjá Mogganum og ég hélt satt best að segja að þeir dagar gætu etv. farið að teljast liðnir. En annað hefur komið á daginn upp á síðkastið. Morgunblaðið styður ríkisstjórnina og reynir að tryggja völd þeirra. Skyldi Geir H. Haarde vera búinn að lofa sínum mönnum hjá Mogganum skerf af láninu frá IMF eins og hann hefur undirbúið verktaka á flokksins vegum fyrir það að eiga brátt í vændum erlendt fjármagn?

Auðvitað er það þessvegna sem stjórnin vill ekki víkja. Þeir vilja passa að peningarnir fari á rétta staði.

Lesi einhver þetta á Mogganum megið þið vita að við sjáum í gegnum þennan helvítis aumingjaskap. Ef grýta ætti handfylli viðskiptamanna fyrir að kynda undir bálinu undanfarin ár sem við nú brennum í, þá væri Morgunblaðið þar efst á lista skammt á undan undirlægjunum hjá ríkisfjölmiðlinum. Hve margar fyrirsagnir sem þessar prýddu ekki forsíður Moggans árum saman til að breiða yfir ástandið í viðskiptalífinu, ríkisstjórninni, peningamálastjórninni og öðru slíku. Það er ekkert á þessum bæ sem heitir óhlutdrægni.

Hverju er ég að mótmæla: Fyrirsagnavali.

Fyrirsagnir setja tóninn fyrir fréttina. Hún hefði hæglega getað verið: "Ganga skal meðalveg í að flýta kosningum." Þar sem forseti ASÍ segir að flýta ætti kosningum en ekki kjósa núna STRAX í einhverju ofboði.


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og þar bættist í hóp mótmælenda

Þarmeð er helgarvinnan hjá Húsasmiðjunni búin. Og það þýðir eitthundrað manns í viðbót í bæinn á laugardaginn kemur til að segja ríkisstjórninni það sem hún vill ekki heyra.

Skyldum við fá ofbeldi núna? Birni og félögum hlýtur að svíða að hafa ekki getað hrætt fólk frá síðustu helgi er það bar niður á löggustöðinni á Hlemmi, kannski að þeir mæti með gasgrímur og táragas í þessum umgangi.

Það væri flott ef stuðingsaðilar Geirs og co. myndu mæta á Austurvöll á sama tíma til að sýna hver talar fyrir þjóðina. En nei... kannski ekki, þeir eru víst allir með vinnu í skilanefndum bankanna og öðrum yfirklórsaðgerðum á reikning skattgreiðenda framtíðarinnar.


mbl.is Uppsagnir hjá Húsasmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldið meira!

Hér getið þið fengið lán! LÁÁÁÁÁN!

 

Munið (ekki) eftir börnunum ykkar um jólin. Hvers eiga þau að gjalda að fá enga pakka? Gefið um efni fram ein jól í viðbót og það verður örugglega allt komið í samt lag um næstu jól. Þ.e.a.s. Hreiðar, Sigurður, Björgólfur og Bjarni Ármann verða aftur bankastjórar, Davíð Oddsson verður í mikilvægri stöðu í stjórnkerfinu og ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar verður enn við stjórnvölinn.

Sjálfstæðismenn og aðrir þrælar kapítalismans, sem lifa helst á því að tilbiðja 20. aldar gullkálfinn og kalla allt sem ekki er kapítalismi kommúnisma djöfulsins eða úreltan hugsanahátt, án þess að sjá að það er akkúrat það sem þeir eru sjálfir.

Þær tvær kenningar sem voru ráðandi á 20. öldinni eru báðar dauðar í sínu hreina formi. En það er óvíst að nýjar kenningar fái svigrúm nema dráttarhestum hinna gömlu verði lógað af yngra og ferskara liði.

Við siglum hraðbyri niður sömu flúðirnar í sama hripleka bátnum með sömu (og hina margumtöluðu) áhöfn.


mbl.is Hagkaup býður jólalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipuleggið ykkur

Svo það komi skýrt fram þá eiga þessi mótmæli rétt á sér - Þegar yfirvöld beita lögreglunni til að hræða, en ekki vernda, borgarana, þá er mikilvægara en nokkru sinni að grípa til aðgerða.

Stjórnmálaflokkar, lögreglan, sérsveitin og önnur tól sem eiga að þjóna almenningi en ekki að vera til kúgunar eru skipulögð búa að því að tala einni röddu sem vinnur að því að sundra röddunum sem á móti þeim rísa. Mótmælendur eru venjulega óskipulagðir en þegar þeir skipuleggja sig, þá er bylting óumflýjanleg ef nægilega margir eiga í hlut.

Borgarar á íslandi eiga ekki rétt á því að grípa til ofbeldis sama hvað á dynur. Lögreglan ein hefur þann rétt, en æðsti yfirmaður hennar nú er lögregluríkissinni eins og oft hefur komið fram. Hann vílar ekki fyrir sér að beita lögreglunni eins og her gegn eigin borgurum, líkt og fyrirrennarar hans í sjálfstæðisflokknum en þeir líta með stolti til þess hvernig þeir kúguðu þjóðina til hlýðni á Austurvelli á 5. áratugnum. Það er undir ykkur komið að það eigi sér ekki stað aftur - Þeir mega sín einskis gegn margnum.

Íslendingar - Sameinið krafta ykkar og látið ekki þagga ykkur niður með aðgerðum sem þessum! Ég hvet ykkur eindregið til að grípa til þeirra aðgerða gegn óstjórn, spillingu, kúgun og föðurlandssvikum sem ykkur þykir við hæfi EN EKKI GERA ÞAÐ Í EINRÚMI. Ef þið viljið skrifa greinar, sækja mótmælafundi, sletta skyri, flagga fánum eða frelsa fólk úr fangelsi - Gerið það þá! Látið ekki taka ykkur úr umferð eitt í einu, það er helsta vopn þeirra opinberu stofnana sem er hægt að nýta til þess að kúga eigin borgara. Munið að ÞIÐ eigið landið, stjórnvöld eru ekki alvöld heldur vinna í ykkar umboði.

Þessari ríkisstjórn verður ekki komi frá, nauðsynleg endurnýjun (fjárhagsleg, pólitísk, siðferðisleg) mun ekki eiga sér stað án þess að yfirvaldið verði neytt til þess af þegnum sínum.

Gangi ykkur vel að mótmæla!


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggð við flokkinn borgar sig!

Maður spyr sig hversvegna þessi maður var valinn. Nokkrir kostir koma til greina, og maður hlýtur að velta þessu fyrir sér:

A. Geir H. Haarde notar tækifærið og kemur sínum manni að í æðstu stöðu. Innanflokksmaður í stærsta fyrirtækisyfirtöku sem um getur á landinu hlýtur að vera góður til að viðhalda klíkupólitíkinni.

B. Reynsla hans af því að stýra Icebank í gjaldþrot var ómetanleg. Hann endurtekur varla þau mistök.

C. Sem starfsmaður seðlabankans, var hann náinn samstarfsmaður hinna sem stýrðu landinu í gjaldþrot - Davíðs Oddssonar, greiningardeildarinnar og annarra þar sem manni dettur helst að séu búnir að vera á fylleríi í fimm ár.

D. Sem ráðgjafi Geirs á hann gott eitt skilið eftir að hafa stýrt þjóðarskútunni þangað sem hún er strönduð.

...maður spyr sig hvað er milli eyrnanna á Geir & félögum. Það skiptir engu máli þótt maðurinn sé væri hæfasti maður í heimi, þá er það eitthundrað prósent ábyrgðarleysi - pólitískt og raunsætt séð - að skipa manninn í þessa stöðu. Nú hef ég engar upplýsingar aðrar um manninn en það sem hann hefur komið nálægt að þessu leyti, og allt sem ég segi er - Hann lyktar af innherjamykju.


mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband