Færsluflokkur: Bloggar

Skilyrði?

Hér í Bandaríkjunum er bailout háð ótal skilyrðum - Hver eru þau heima á klakanum?

Þetta snýst ekki aðeins um fáránleg laun forstjóra bankanna, eins og bankastjórinn fyrrverandi Bjarni Ármannsson fékk 1.5 milljarða "gullfallhlíf" frá Glitni á síðasta ári, heldur einnig í hvað verður hægt að leggja peningana.

Hér úti er t.d. sennilegt að um notkun á helmingi upphæðarinnar, 350 milljarðar dollara, verði alfarið háð samþykki þingsins og að taki fyrirtæki við þessari björgun verði þeim ekki leyft að deila gullfallhlífum til gullkálfanna.

Ég vona að  landinn gleymi ekki hvaða óstjórn gerði þessa skipan mála mögulega. Sumir stjórnmálaflokkar hafa lengi vitað til hvers þetta rugl myndi leiða og bent almenningi og alþingi á það á meðan aðrir hafa verið önnum kafnir við að tryggja sér og sínum feitustu bitana og tryggja það að þjóðin þurfi að þurrka upp eftir þá skítinn.

Auðvitað  er staða mála t.d. hér úti ekki til að bæta stöðuna, og eiga t.d. bandaríkjamenn töluverða sök á málum heima. En það þýðir ekki að benda á þá þegar fólk heima fyrir varaði eindregið við því að fylgja í fótspor þeirra og talaði fyrir daufum eyrum ráðamanna. Arfleif sjálfstæðisflooks og framsóknarflokks er í rúst! Það er engin furða að Glitnir renni á rassinn við þetta. Og þeir verða langt í frá einir!


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri í kjölfar hamfara

Hér úti í Atlanta eru bensínstöðvar almennt bensínlausar. Ergó, eðlilegt að verð hækki. Þetta er ekki bundið við neitt smá svæði - Við erum að tala um suðurríkin eins og þau leggja sig. Nú fyrir kosningarnar er mikilvægt fyrir ákveðna einstaklinga að herða óttann hjá fólki og tryggja atkvæði þeirra með ofboði eins og þessu. Hinsvegar hefði varla verið hægt að gera þetta án þess að geta skellt skuldinni - að hluta til með réttu - á fellibylina sem nýverið gengu yfir.

Hér úti er ástandið fáránlegt - Poulsen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna er að reyna að taka sér alræðisvald í peningamálum, án réttar þingsins til að blanda sér í málin, og eina leiðin til að fá slíka alræðistilburði samþykkta í Bandaríkjunum er að hræða fólk svo mikið að það sjái enga lausn nema afsala sér öllu í guðs hendur (og hér úti loga þær og brenna).

Tímasetningin er allavega engin tilviljun. Þeir nota ástandið til að taka sér alræðisvald, sama þótt ástandið hafi ekki verið alveg fyrirséð. Alveg makalaust hvað fólk hér sér þetta illa, eða er alveg sama...


mbl.is Methækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvað var hefnt?

Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar fréttir eru fluttar af svona atburðum í Ísrael, eins sorglegir og þeir eru fyrir fólk sem lendir í þeim og ættingja þeirra, að afar sjaldan er hin hliðin sýnd samhliða. Nákvæmlega sömu atburðir í Palestínu - þegar Ísraelar keyra fólk niður á jarðýtum, eyðileggja hús þeirra og aðrar eignir, og ræna það öllu sem það á - Fá ekki umræðu í samræmi við tilefnið. Aðgerðum Palestínumanna í Ísrael er ætíð tekið mun alvarlegar og fluttar ítarlegri og einhliða fréttir af þeim, á meðan apað er upp eftir erlendum fjölmiðlum að morð Ísraela á Palestínumönnum séu "svar við árásum" og að Ísraelski herinn segi að fórnarlömbin hafi verið grunaðir hryðjuverkamenn, jafnvel þegar um börn eða heilu fjölskyldurnar er að ræða.

Ég ætlast til þess af íslenskum fjölmiðlum að þeir sýni meira sjálfstæði en þetta.

Ég ítreka að þetta er sorglegur atburður, en við skulum muna hver er að hernema hvern, og að ef fréttaflutningur ætti að vera í samræmi við atburðina ættum við að heyra tífalt meira af morðum Ísraelsmanna í Palestínu, þ.s. hlutfall fallinna borgara er einn á móti tíu.


mbl.is Fjórir látnir í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband