Hægrisleikjuháttur Morgunblaðsins snýr aftur

Geta Moggamenn ekki druslast til að velja eðlilegar fyrirsagnir? 

Af öllu því efni sem fyrrverandi (og að hluta til núverandi) málgagn Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde og spillingarbræðra þeirra í ríkisstjórninni geta valið sem fyrirsögn þessarar fréttar, þá velja þeir: "Kosningar eru hættuspil". Þetta er ódýr sjálfstæðisflokksdýrkun hjá Mogganum og ég hélt satt best að segja að þeir dagar gætu etv. farið að teljast liðnir. En annað hefur komið á daginn upp á síðkastið. Morgunblaðið styður ríkisstjórnina og reynir að tryggja völd þeirra. Skyldi Geir H. Haarde vera búinn að lofa sínum mönnum hjá Mogganum skerf af láninu frá IMF eins og hann hefur undirbúið verktaka á flokksins vegum fyrir það að eiga brátt í vændum erlendt fjármagn?

Auðvitað er það þessvegna sem stjórnin vill ekki víkja. Þeir vilja passa að peningarnir fari á rétta staði.

Lesi einhver þetta á Mogganum megið þið vita að við sjáum í gegnum þennan helvítis aumingjaskap. Ef grýta ætti handfylli viðskiptamanna fyrir að kynda undir bálinu undanfarin ár sem við nú brennum í, þá væri Morgunblaðið þar efst á lista skammt á undan undirlægjunum hjá ríkisfjölmiðlinum. Hve margar fyrirsagnir sem þessar prýddu ekki forsíður Moggans árum saman til að breiða yfir ástandið í viðskiptalífinu, ríkisstjórninni, peningamálastjórninni og öðru slíku. Það er ekkert á þessum bæ sem heitir óhlutdrægni.

Hverju er ég að mótmæla: Fyrirsagnavali.

Fyrirsagnir setja tóninn fyrir fréttina. Hún hefði hæglega getað verið: "Ganga skal meðalveg í að flýta kosningum." Þar sem forseti ASÍ segir að flýta ætti kosningum en ekki kjósa núna STRAX í einhverju ofboði.


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 60351

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband