Jón Valur þolir ekki gagnrýni

Eins og sjá má á bloggi Jóns Vals um þessa frétt klínir hann hruninu á alla aðra en Sjálfstæðisflokkinn og hans innanbúðarfólk. Og þegar ég dreg hann út og skamma fyrir það, og segi honum að hann sé ekki að hjálpa nokkrum manni með því, þá eyðir hann kommentinu mínu en lætur þvæluna standa.

 

Hér skrifa ég, og hef alltaf skrifað, undir eigin nafni. Oft harkalega gagnrýni þegar tilefni er til. Eins og t.d. það að stuðla að hvítþvotti sökudólga og sakaruppgjöf, en hengja aðra menn fyrir þeirra misgjörðir. Það er eitt hið versta sem fólk getur gert og í stað þess að draga úr, þá eyðir Jón Valur umfjölluninni um þetta siðspillingarathæfi.

 

Megi þinn kristni flokkur starfa af meiri heilindum, gegnsæi og byrja á því að greina rétt frá röngu áður en hann heldur út í lífið stutta.


mbl.is Kröfuhafar eignast Arion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JVJ elskar krossD og krossD elskar JVJ... rétt eins og JVJ þá stundar mbl/blog.is ritskoðun af verstu sort...
Sjálfstæðismenn mega segja að taka eigi menn af lífi... ég má ekki segja að hjátrú sé geggjun

:)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þoli ágætlega gagnrýni og hef fengið ærinn skerf af henni frá vinstrivillingum og uppblásnum lausungarhyggjumönnum sem líta á meint frjálslyndi sitt sem dygð, fyrir utan alla trúleysis-predikarana eins og gervidoktorinn hér fyrir ofan. Ekki er ég Sjálfstæðisflokksmaður, og því geigar sá síðastnefndi hér sem oftar. En innleggi þínu, Rúnar Þór, hafnaði ég vegna ósæmilegs orðbragðs þar. Þér er velkomið að setja það inn aftur, þú hlýtur að koma auga á viðkomandi orð, þar sem þú fórst yfir markalínuna samkvæmt skilmálum innleggja efst í vinstra horni á síðu minni, og vertu nú blessaður.

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ble-ess!

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.12.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er sorglegt orðava: "vinstrivillingum og uppblásnum lausungarhyggjumönnum". Hvað er að?

Það var örðu vísi líf á miðöldum. Þá þurfti ekki að huga að mannréttindum og engin lausung liðin. 

Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, víst þurfti að huga að mannréttindum, nafni.

Athugaðu t.d. hvað gerðist með kristnitökunni á Íslandi:

Hætt var að varpa þrælum og gamalmennum fyrir björg.

Hætt var að fórna mönnum í heiðnum friðarblótum.

Útburður barna bannaður (nokkrum árum eftir kristnitöku; það sama gerðist alls staðar þar sem kristni nam land).

Hólmgöngur bannaðar, þ.e. einvígi.

Kirkjugrið veittu mörgum skjól og björguðu mörgum mannslífum.

Svo mættirðu t.d. kynna þér lögbók hins mjög svo kristna Justinians, sem hafði mikil áhrif.

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Jón Halldór - Passaðu þig á vinstrilausungarhyggjunni! Hún gæti sótt að þér ásamt trúleysi og frjálslyndi við að lesa siðgrillun miðaldaprestsins hér að ofan.

VARAÐU ÞIG MAÐUR - NÚTÍMINN GÆTI JAFNVEL NÁÐ Í SKOTTIÐ Á ÞÉR!

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.12.2009 kl. 07:55

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er skætingur eina svar þitt við gagnrökum?

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 60350

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband