Bölsýnisfólk pissar í sandkassann og étur svo sandinn.

Rifjum aðeins upp:

  • Stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig særir upp hefndardjöfulinn á nornamessu sinni, og bannfærir að fyrirtæki sem Björgólfur Thor á í (og hefur átt í árum saman) fái að gera samninga um stórframkvæmdir hér á landi. Þingmenn allra andstöðuflokka fara geyst í yfirlýsingum af mikilli vanþekkingu.
  • Stjórnin fer á taugunum og stöðvar málið á þingi, dauðhrætt um að fá á sig nornamerkið - Svarta blettinn eins og í Gulleyjunni - Og fá þjóðina á eftir sér með kyndla og kylfur. Þingmenn stjórnarflokka fara geyst í yfirlýsingum af mikilli vanþekkingu.
  • Eftir að VH hefur sett framkvæmdirnar á ís, þá fara popúlistar stjórnarliða á kreik og kenna forsetanum um (!) af mikilli vanþekkingu.
  • ...og popúlistar stjórnarandstöðu kennir stjórninni um að hafa ekki klárað samningana við VH (fyrirtæki að hluta í eigu BTB) um stórframkvæmdir hér á landi.

Þetta er eins og á illa reknum leikskóla. Skammist ykkar.


mbl.is Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er í beinu framhaldi af ákvörðun forsetans að framkvæmdir voru stöðvaðar. Svo einfalt er það. Lánasamningur VH er örugglega eitt þeirra mála sem ekki komust í gegn vegna ICRSAVE tuggunnar. Vilhjálmur Þorsteinsson hjá VH skrifaði mjög góða og málefnalega færslu um hina rakalausu ákvörðum Ólafs Ragnars Grímssonar að skrifa ekki undir ICESAVE lögin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

hér er færsla Vilhjálms Þorsteinssonar frá því í gær, eftir hinn dapra morgun á Bessastöðum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 17:49

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nokkuð rétt Rúnar.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæll Axel, það er nú einmitt það, því miður

Sæl Hólmfríður - Þú segir að það sé í beinu framhaldi en vitnar svo til þess að Lánasamningurinn við VH sé strand vegna Icesave tuggunnar. En það er þinginu að kenna og glórulausri umræðu um það þar, bæði af stjórn- og stjórnarandstöðu. Því miður ertu hér að færa rök fyrir því sem þú heldur fram með því að vitna til máls sem kemur undirskriftinni ekkert við. Alveg tapað hjá þér.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.1.2010 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 60336

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband