Færsluflokkur: Bloggar
15.7.2009 | 15:46
Annar höfuðpauranna
Blair forseti ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 18:17
Þverhausar
Svona þverhausar ákvörðuðu dýpt hrunsins fyrir Ísland, bara hinum megin frá. Blind öfgatrú á hverskyns álitsatriði og skoðanir geta aldrei leitt til góðs nema af hreinni tilviljun.
Ég skrifa þetta ekki í eldmóð eftir inngöngu í ESB heldur eftir því að kanna möguleikana af alvöru og láta þjóðina ákveða hvaða kosti við eigum að taka. Ekki beita einhverri oddastöðu sem örfáir krumpaðir karlar komast í til þess að vinna á mót þjóðarviljanum.Eða öfunduðu þessir náungar Framsóknarmenn svona svakalega af því að vera með 7% fylgi og 40% ákvarðanatökuvald í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn?
Þá skil ég þetta.
Steingrímur ómerkingur orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 18:02
Eruð þið alveg snarbandsjóðandivitlaus?
Já. Sumum Íslendingum er ekki við bjargandi. Það væri ágætt ef Davíð kæmi aftur og yrði kjörinn inn til þess að undirstrika það umfram nokkurn efa hvað fólk er mikil fífl almennt.
Skorað á Davíð á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 16:58
Fullkomin norn handa Bretum - OMFG!!!
Norn óskast: 10 milljóna króna árslaun í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.7.2009 | 21:15
Drepnir fyrir minni sakir
Menn hafa verið drepnir unnvörpum í flestum löndum heims fyrir mun minni sakir.
Íslendingar geta bæði einlæglega glaðst yfir eigin miskunnsemi og einlæglega skammast sín fyrir ræfildóminn.
Það þarf einhver að taka saman allt ruglið sem komið hefur upp á yfirborðið síðan í haust í gríðarlega stuttu máli. Þvílíkur pistill sem það yrði...
Bankastjóra Kaupþings hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.7.2009 | 06:27
Þetta liggur GERSAMLEGA í augum uppi.
Þetta er svo gersamlega augljóst að það hvarflaði meir að segja að mér eitt augnablik að gera þetta. Þetta "kerfi" er svo fáránlegt að glæpamennirnir eru fremur þeir sem viðhalda því en þeir sem misnota það.
Svona fóru bankaútrásarvíkingarnir reyndar að um árabil, bara undir öðrum formerkjum. Menn geta áorkað ýmislegu með tíu til tuttugu lögmenn í fullri vinnu, baki brotnu, við það að finna göt í kerfinu.
Gjaldeyrisbraskarar græða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2009 | 06:02
Þetta stefnir í blóð.
Það bendir flest til þess að félagshyggjuríkisstjórn VG og Samfó takist ekki að lækna krabbamein nýfrjálshyggjuríkisstjórna Sjalla og Frammara sem nú hefur sýkt alla líkamshluta.
Sömu smitleiðirnar eru til staðar, upprunalegu meinvörpin eru enn til staðar, kallast bara nýjum nöfnum eins og framlungakrabbi í stað baklungakrabbi og þannig trix til að gabba ringlaðan sjúklinginn.
Hvaða formbreyting varð á þinginu? Kerfið er enn svo að það hvetur til þess að þingmenn setji sinn hag ævinlega framar þjóðarinnar. Þjóðin kemur sömuleiðis á eftir flokknum. Og kjósendum flokksins. Ég held reyndar að "heilög" Jóhanna sé hugsjónamanneskja af öðru tagi en sömuleiðis að hylurinn sé einfaldlega of djúpur til að hægt sé að gera nokkuð í honum. Svo er hún því miður alveg bundin í þessum gamla flokksfarvegi.
Eins og ég segi, þetta stefnir í annaðhvort blóð eða ævarandi aumingjaskap. Það kemur í ljós með haustinu. Svo ég haldi áfram með sjúkdómssamlíkinguna: Það besta sem þessi tiltekni sjúklingur getur gert sjálfum sér er að hengja sig og byrja upp á nýtt.
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2009 | 06:46
...ég var löngu búinn að því fyrirfram.
Ef maður hefði einhverja ástæðu til að ætla að DO bæri hag þjóðarinnar - Þó ekki væri nema meirihluta hennar - Fyrir brjósti. Karlinn hefur meiri áhyggjur af arfleifð sinni (og skyldi engan undra).
Arfleifð hans er þegar blýtryggð á sjötugt hafdýpi - Hann ofurseldi þjóðina fjölþjóðlegum glæpamönnum (flestum íslenskum að þjóðerni). Það mun engum nokkurntíman gleymast. Við höfum það á karlinum að græða að vita nákvæmlega hvernig hann komst upp með þetta en lengra nær það varla. Inntakið í því sem er gáfulegt af því sem hann er að gaspra hér var fólki dagljóst á Austurvelli í janúar síðastliðnum.Langsíðastur með fréttirnar.
Bölvun Davíðs er, að það sem hann er að vara við er afleiðing eigin gjörða. Er þetta ekki yndislega öfugsnúið?
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2009 | 15:12
Dauðarefsingavangaveltur
Ég var að spá í þessari setningu: Dauðarefsing fyrir framhjáhald.
Hversu mikil stýring ætli sé af dauðarefsingu? Hvað ef t.d. morði fylgdi engin refsing, en framhjáhald væri dauðasök. Skyldi fólk frekar myrða hvert annað og halda minna framhjá? Þetta er auðvitað tilgangslaus pæling nema frá rannsóknarsjónarhóli. Ég efast um að refsingar haldi fólki frá því að myrða hvert annað, frekar en yfirvofandi fangelsisvist haldi fólki frá því að neyta fíkniefna. Viðhorf vega mun þyngra, og í mínum huga stendur glíman um titilinn Sterkasti Fælingarmátturinn fremur á milli tilfinninga sem þróast hafa mjög sterkt í ákveðna átt eftir að fólk fór að búa í svona mikilli nærveru hvert fyrir annað, og viðhorfs sem er hugsanaferli en ekki tilfinning. Refsingar fyrir alvarlega glæpi eins og morð henta fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur og að hefna fyrir hönd þess sem var myrtur í fyrsta lagi, ef við gerum ráð fyrir því að réttlæti sé óháð því að þeir sem það þurfa séu lifandi eða dauðir, og í öðru lagi fyrir hönd þeirra sem misstu ástvin.
Niðurstaðan er sú að fælingarmáttur refsinga fyrir alvarlegustu glæpina hafi mjög lítil áhrif á tíðni þeirra. Ég mundi jafnvel ganga lengra og segja að dauðarefsingar fyrir morð hafi hvetjandi áhrif á morð, því að með því staðfestir samfélagið morð sem eðlilega refsingu fyrir það sem á hlut manns er gert.
Ég býð til rökræðna um málefnið á kostnað mbl.is
20 hengdir í fjöldaaftöku í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 14:45
Það borgar sig að hóta og sveifla um sig vopnum
Íslendingar fíla ofbeldismenn. Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi er nákvæmlega engin refsing.
Skilaboðin til ofbeldishneigðra manna eru: Ógnið og hræðið fólk - Það eru litlar líkur á að þið verðið a) kærðir b) dæmdir. Og ef þið verðið dæmdir skiptir dómurinn engu. Haldið ykkur á mottunni í 2 mánuði og takið svo aftur til við ógnanir.
Hótaði að skjóta mann með fjárbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar